Fréttir 2003

17/10 2003

Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ lokið

Á fundi stjórnar EBÍ þann 3. október var úthlutað styrkjum úr Styrktarsjóði EBÍ. Enn eitt metið var slegið í fjölda umsókna er bárust. Alls var sótt um styrk til 53 verkefna frá 40 sveitarfélögum, en það er um helmingur aðildarsveitarfélaga EBÍ.

Til úthlutunar komu fjórar milljónir og voru samþykktar styrkveitingar til 15 verkefna.

Styrktarsjóður EBÍ hefur verið starfræktur frá árinu 1996. Samtals hefur verið úthlutað styrkjum að upphæð 22.950.000 til 90 verkefna frá 63 sveitarfélögum.

Lista yfir úthlutanir sjóðsins frá upphafi er að finna annars staðar á heimasíðunni.

15/10 2003

EBÍ greiðir 150 milljónir króna í ágóðahlut til aðildarsveitarfélaga

Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hefur ákveðið á grundvelli samþykkta fulltrúaráðs félagsins að greiða samtals 150 milljónir króna í framlag til ágóðahlutar í ár. Greiðslan rennur til þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Sameignarsjóði EBÍ í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. Aðildarsveitarfélögin eru 80.

Akureyri fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 16 milljónir króna. Til Kópavogs renna tæpar þrettán milljónir, Reykjanesbær fær rúmar tíu milljónir í sinn hlut, Ísafjarðarbær rúmlega sjö milljónir og Vestmannaeyjabær rúmar sex milljónir.

Í samræmi við samþykktir félagsins mælast stjórn og fulltrúaráð EBÍ til þess við sveitarfélögin að þau verji framlaginu meðal annars til forvarna og brunavarna í sveitarfélaginu.

Ágóðahlutur aðildarsveitarfélaganna frá EBÍ hefur m.a. orðið til þess að nokkur sveitarfélög hafa endurnýjað slökkvibifreiðar sínar svo og annan slökkvibúnað.

EBÍ hefur um langt skeið greitt aðildarsveitarfélögum framlag til ágóðahlutar af starfsemi sinni. Slíkar greiðslur hófust árið 1934 með samningi Brunabótafélags Íslands við sveitarfélög um fjármögnun slökkvitækja. Árið 1955 var gefin út sérstök reglugerð um þessar greiðslur, og aftur árið 1985. Á síðustu sex árum hafa aðildarsveitarfélögin fengið samtals greiddar um 830 milljónir króna í ágóðahlut. Frá upphafi hefur EBÍ því greitt hundruðir milljóna króna til aðildarsveitarfélaga, miðað við verðlag í dag.

Nánari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir, EBÍ. (Sími: 544-5070).

4/10 2003

Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ

Aðalfundur fulltrúaráðs EBÍ var haldinn á Akureyri 3. október s.l. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf s.s. kosning nýrrar stjórnar var til umfjöllunar ályktun um áframhaldandi greiðslu ágóðahluta til sveitarfélaganna og ályktun um starfsemi félagsins.

Samþykkt var að stefnt skuli að því að ágóðahlutagreiðslan yrði árlega ekki undir 150 millj. króna, en stjórn félagsins falin árleg ákvarðanataka.

Þá er það áfram meginhlutverk og tilgangur EBÍ að taka þátt í vátryggingastarfsemi með eignaraðild að vátryggingafélögum svo og öðrum skyldum rekstri s.s. fjármálastarfsemi, sbr. 3 gr. laga um félagið. Einnig sé það áfram hlutverk félagsins að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögunum, sbr. ákvæði í 4 gr. samþykkta félagsins.

Á fundinum var einnig samþykkt ný fjárfestingastefna félagsins, þar sem stefnt skal að hlutfall eigna verði:

Markmið

Vikmörk

Íslensk skuldabréf/samningsbundin innlán

70%

60-80%

Innlend hlutabréf

20%

10-30%

Erlend hlutabréf

10%

5-15%