Eldvarnabandalagið

Eldvarnabandalagið,sem EBÍ er aðili að, er nýtt bandalag um auknar eldvarnir sem var stofnað 1. júní 2010. Er það samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir heimilanna. Aðrir sem eiga aðild að því eru : Brunamálastofnun, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM, VÍS og Vörður tryggingar.

Nánari upplýsingar um Eldvarnabandalagið má finna hér .

Eigið eftirlit með eldvörnum

Á árinu 2012 gaf Eldvarnabandalagið út ítarlegt fræðsluefni sem laut að eigin eftirliti fyrirtækja með áherslu á að ná einnig til starfsfólks fyrirtækjanna. Gerðir voru 2 bæklingar, í örðum voru almennar upplýsingar en í hinum voru ítarlegri leiðbeiningar fyrir forsvarsmenn fyrirtækja um eigið eftirlit.

Allar nánari upplýsingar og ítarlegar leiðbeiningar má finna hér á vef Mannvirkjastofnunar.

Eldvarnir heimilanna

Eldvarnabandalagið hefur látið gera könnun um eldvarnir heimilanna og kemur m.a. fram þar að þorri heimila þarf að efla eldvarnir sínar. Haustið 2010 gaf Eldvarnabandalagið út ítarlegt fræðsluefni um eldvarnir, handbók heimilisins um eldvarnir.

Nálgast má fræðsluefnið ef smellt er hér á borðann “Leikur lánið alltaf við þig”.