Stefna EBÍ varðandi Heimsmarkmiðin


Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands hefur sett sér stefnu og aðgerðaráætlun varðandi Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Er þetta gert í samræmi við viljayfirlýsingu EBÍ og Markaðsstofu Kópavogs um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem undirrituð var 23. september 2020.

Stefnuyfirlýsingin var samþykkt í stjórn EBÍ 26. nóvember 2021 og aðgerðaráætlunin á stjórnarfundi þann 20. maí sl.

Stefna Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands (EBÍ) byggir á lögum um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994 og samþykktum fyrir Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands frá árinu 2003. Þá byggir stefnan á innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð, sjálfbæra þróun og jákvæð áhrif í starfsemi EBÍ á umhverfið og samfélagið.


Aðgerðaráætlunin er sett fram til þriggja ára í senn með árlegri endurskoðun í framhaldi af stefnumótun þar sem áhersla er lögð á mælanleg markmið og tímaáætlun um aðgerðir.

Ákveðið var að vinna að innleiðingu eftirfarandi 8 heimsmarkmiða: Nr. 3 heilsa og vellíðan, nr. 4 menntun fyrir alla, nr. 5 jafnrétti kynjanna, nr. 8 góð atvinna og hagvöxtur, nr. 9 nýsköpun og uppbygging, nr. 12 ábyrg neysla og framleiðsla, nr. 12 aðgerðir í loftlagsmálum og nr. 16 friður og réttlæti.