Hlutverk og starfssvið EBÍ

Samkvæmt lögum frá Alþingi og samþykktum félagsins er tilgangur og hlutverk EBÍ og Sameignarsjóðs þess einkum:

-

að taka þátt í vátryggingastarfsemi með eignaraðild að vátryggingafélögum eftir því sem stjórn og fulltrúaráð félagsins ákveður að tengist starfsemi félagsins og þjóni hagsmunum þess. Kemur hér til greina eignarhald í öðrum félögum, innlendum sem erlendum, og í skyldum rekstri svo sem fjármögnunarstarfsemi, bankastarfsemi o.fl. í takt við þróun markaðarins. Ennfremur að stuðla að þróun vátrygginga með fræðslu og menntun á því sviði.

-

að stuðla að ráðgjöf á sviði vátrygginga til handa sveitarfélögum sem aðild eiga að EBÍ, svo sem við áhættumat og stjórnun vátryggingatöku í því skyni að ná fram sem hagstæðastri vátryggingavernd fyrir sveitarfélögin.

-

að stunda lánastarfsemi, meðal annars til verklegra framkvæmda sveitarfélaga, eftir því sem ástæður félagsins leyfa.

-

að stuðla að eflingu brunavarna og slökkviliða svo og alhliða forvarnarstarfs í sveitarfélögum. Einnig að hvetja til aukinnar og virkari áhættustjórnunar.