Samþykkt fulltrúaráðs um forvarnir

Á aukafundi Fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands sem haldinn var 21. febrúar 1998 var eftirfarandi ályktun um forvarnir, sbr. 3.gr. laga um EBÍ og 3. og 4. gr. samþykkta félagsins, samþykkt.

-

Eitt meginmarkmið EBÍ er að taka þátt í að efla og styrkja brunavarnir þeirra sveitarfélaga, sem aðild eiga að félaginu í samræmi við 3. gr. laga nr. 68/1994 og samþykkta félagsins 3. og 4. gr.

-

Er félagið hóf starfrækslu 1917 var strax hafist handa um framkvæmd laga um brunamál frá 22. nóv. 1907.

Helstu áfangar forvarnarstarfsemi félagsins:

-

Félagið kostaði Brunavarnareftirlit ríkisins frá 1927 til 1970, en þá tók Brunamálastofnun ríkisins við þessum verkefnum. Félagið starfrækti slökkvitækjaverkstæði, yfirbyggingar og breytingar slökkvibifreiða frá 1934 til 1970.

-

Félagið hefur átt hlutdeild í skipan brunamála og brunavarna alla tíð.

-

Yfirgripsmikil lánastarfsemi til sveitarfélaga vegna kaupa á brunavarnartækjum og uppbyggingu vatnsveitna. Sérstakir afslættir af fasteignaiðgjöldum til niðurgreiðslu á lánum til brunavarna.

-

Það verður áfram eitt meginmarkmiða félagsins að taka þátt í að efla og stuðla að bættum brunavörnum og öðrum forvörnum í nánu samstarfi við sveitarfélögin, sem aðild eiga að félaginu:

-

Stuðla að sameiginlegum magninnkaupum búnaðar og tækja fyrir slökkvilið svo og fjármögnun vegna innkaupa.

-

Beita sér fyrir námskeiðshaldi, fræðslu og útgáfustarfsemi, sem tengist forvörnum.