Fréttir 2021

22/2 2021

Ársreikningur EBÍ

Á fundi sínum þann 12. febrúar s.l. samþykkti stjórn EBÍ ársreikning vegna ársins 2020. Heildartekjur félagsins voru 330 milljónir og rekstrargjöld 156,7 milljónir. Áfallinn fjármagnstekjuskattur á árinu var 68,6 milljónir og hagnaður félagsins því 104,7 milljónir. Heildareignir félagsins eru rúmir 3,3 milljarðar og eigið fé um 2,3 milljarðar. Hagnaður félagsins lækkaði milli ára og er aðal ástæða þess að ávöxtun var lægri en á s.l. ári.
Ársreikninginn í heild sinni má sjá hér.


Nafnvöxtun eigna félagsins var 10,34% en raunávöxtun 6,62%. Erlend hlutabréf komu best út ásamt innlendum hlutabréfum. Stærsti hluti eignasafns félagsins, eða um 57,7%, eru skuldabréf og innistæður með ábyrgð ríkissjóðs en síðan eru það erlend hlutabréf sem eru um 12,0% af eignasafninu og innlend hlutabréf eru um 8,0% safnsins.


22/2 2021

Fjárfestingastefna EBÍ

Fjárfestingastefna Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands fyrir árið 2021 var samþykkt í stjórn EBÍ þann 12. febrúar s.l.


Nokkrar breytingar voru gerðar á stefnunni bæði er varðar hlutföll í eignaflokkum. Hlutfall ríkistryggðra bréfa lækkar en hlutfall annarra skuldabréfaflokka hækkar á móti.


Áfram er það meginmarkmið stefnunnar að EBÍ standi undir skilgreindum markmiðum um árlega útgreiðslu ágóðahlutar til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Stjórn félagsins er falið að ákveða endanlega upphæð ágóðahlutarins en við ákvörðun hans skal hafa í huga að lágmarkaðar séu líkur á því að skerða þurfi höfuðstól á milli ára.


Eignastýringu félagsins er úthýst til þriggja fjárvörsluaðila sem allir vinna eftir fyrirfram skilgreindum fjárfestingastefnum.

Fjárfestingastefnu félagsins í heild sinni má nálgast hér.