Úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2010

Stjórn EBÍ samþykkti að á árinu 2010 yrði ekki óskað eftir umsóknum í sjóðinn heldur myndi stjórnin verja úthlutunarfé hans til sérstakra brýnna verkefna í sveitarfélögum. Þessi ákvörðun er tekin þetta árið vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru nú hér á landi og er m.a. horft til þeirra hamfara sem hafa orðið í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Í kjölfar þessarar samþykktar ákvað stjórn EBÍ að fé Styrktarsjóðsins myndi renna til Rangárþings Eystra vegna þeirra verkefna sem sveitarfélagið þarf að klást við í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Í júlí n.k. mun 4 km. heilsustígur sem tengist íþróttamannvirkjum og útivist á Hvolsvelli verða tekinn í notkun. Stígurinn verður með 14 stöðvm þar sem ungir og aldnir geta spreytt sig á æfingum til eflingar líkama og sálar.